top of page

Skelmir Gottskálks

 

Skelmir Gottskálks er fyrsta bókin í fantasíu bókaseríunni af sama nafni og er skrifuð af írska rithöfundinum Derek Landy. Bókin er samblanda af hrollvekju, húmor, ráðgátu og fantasíu, og í henni eru galdrar hægri og vinstri, griðastaðir fyrir galdramenn og alskonar skrímlsi, eins og holmennirnir, lifandi og tilfinningalausir pappírsmenn og óþekkt skrímsli með hundshaus. Ég kalla hann bara tíkarsoninn.

 

Það eru til tvenskonar galdramenn í heiminum, fullnumar og frumnumar. Frumnumar geta beitt frumkraftanna, eldur, vatn, loft og jörð, til að verja sig, og fullnumar geta gert allskonar hluti, til dæmis breytt útliti sínu og kyni, dýrkað upp lás án þess að nota pinna, og fleira.

 

Í þessum heimi eru fólk með þrjú nöfn. Nafnið sem þau fæddust með, nafnið sem þeim er gefið og nafnið sem þau gefa sjálfum sér. Hafið í huga að það er munur á titli og nafni sem maður gefur sjálfum sér. Ef einhver veit hvað fæðingarnafnið þitt er, geta þau notað það til að stjórna þig, en þeir sem hafa gefið sjálfum sér nafn hafa fulla stjórn á sjálfum sér, jafnvel ef einhver veit fæðingarnafnið þitt.

 

Skelmir Gottskálks er steindauður beinagrinda spæjari sem kann að boxa og beita göldrum. Ef þetta er ekki æðislegasta persónulýsing sem til er, þá veit ég ekki hvað er.

 

Sagan fjallar um Skelmi og verkefni hans að rannsaka morðið á vini hans, Gordon Edgley. Með honum er bróðurdóttir Gordons, Stephanie Edgley, sem seinna tekur upp nafnið Valkyrja Cain. Þau komast að því að Ormar Níðingsson (gróft nafn), fyrrum fylgjandi og hægri hönd myrkrahöfðingjans Fóla, ætlar að nota öflugt tortímingarvopn í, guð veit hvað.

 

Í för þeirra hitta þau Skrögg, afskræmdan skraddara sem getur tekið mál þitt strax með því eitt að líta á þig einu sinni. Hann segir alltaf öllum að það var móðir hans sem kenndi honum að sauma og faðir hans sem kenndi honum að boxa, en það er þveröfugt. Faðir hans kenndi honum að sauma og móðir hans kenndi honum að boxa. WOO-HOO! STERKAR KONUR, FOR THE WIN!

 

Einnig hitta þau Herra Sæla, sem vinnur sem vinnur fyrir öldunganna í Írska Griðastaðnum og er líkamlega sterkasti maður í heimi. En þau hitta líka sistur Sæla, Kína Tregi. Kína safnar fágæta og verðmæta hluti. Hún getur tælt hvern sem, sama hvað kyn þeirra er, til að gera hvað sem hún vill að þau geri.

 

Þau hitta líka Tanith Low. Breskan vandræðagemsa sem vinnur fyrir Breska Griðastaðinn í London. Hún er eins konar hausveiðari sem drepur skrímsli, til dæmis tröll undir brýr (ég er ekki að grínast), sem drepur fólk og étur þegar það kemur undir brýrnar þeirra.

© 2023 by Coming Soon Launch. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Clean
  • Twitter Clean
  • Google+ Clean
bottom of page