

Hobbitinn
Hobbitinn (The Hobbit) er fantasíu ævintýra bók eftir breska höfundinn John Ronald Reuel Tolkien, en flest fólk þekkir hann sem J.R.R. Tolkien. The Hobbit er fyrsta bók Tolkiens sem á sér stað í Miðgarði (Middle-Earth), svo eftir það skrifaði hann frægustu og vinsælustu bækurnar sínar, Hringadrottinssaga þríleikinn (Lord of the Rings), Hinsta Lag Bilbós (Bilbo‘s Last Song) og Silmarillion, og einnig skrifaði hann Saga Miðgarðs (The History of Middle-Earth) sem segir frá öllu sem hefur gerst fyrir og á eftir fyrri bækurnar.
Hobbitinn segir frá sögu Bilbós og ævintýri hans að hjálpa leiðtoga dvergana, Þorinn Eikinskjaldi og dvergunum að endurheimta ríki sitt í Fjallinu Eina, Erebor, frá stórum og banvænum dreka, Smeyginn að nafni. Með þeim slæst í för Gandalfur grái, gamall og voldugur galdrakarl. En á leiðinni að Fjallinu Eina þurfa þeir Bilbó, Gandalfur og dvergarnir að kljást við tröll sem vilja éta þá, drísla sem vilja drepa þá, varga sem vilja tæta þá, risavaxnar köngulær sem vilja drekka blóðið þeirra, álfa sem heimta hlut af fjársjóði þeirra í skiptum fyrir frelsi þeirra og síðast en ekki síst, stóran, gráðugan og hættulegan dreka sem vill eiga allt gullið í Erebor út af fyrir sig og mun brenna og bræða allt og alla sem koma svo mikið sem fimmtán kílómetra nálægt honum og gullinu hans.