

Fantasía eru furðusögur sem, oftar en ekki, hlýða ekki lögmál okkar alheims. Fantasía getur átt sér stað í hliðstæðum heim þar sem vænglausir fuglar eins og mörgæsir geta flogið, steinar fljóta í vatni, þú getur látið hluti eins og sverð birtast úr þunnu lofti, þú getur gengið á vatni, hundar tala með betri málfræði en háskóla nemandi sem lærði tungmál og málfræði og svo framvegis. Það eru engin takmörk fyrir fantasíu nema ímyndunaraflið þitt. Galdrar, álfar, drekar og myrkrahöfðingjar er algengt í fantasíu.
Góð dæmi um fantasíu eru The Witcher eftir Andrzej Sapkowski,
The Chronicles of Narnia eftir C.S. Lewis, Discworld eftir Terry Pratchett The Dark Tower eftir Stephen King og The Lord of the Rings eftir J.R.R. Tolkien, en besta dæmið fyrir fantasíu sem hunsar alveg öll lögmál alheimsins er Alice In Wonderland eftir Charles Lutwidge Dodgson sem gaf út bókina undir nafninu Lewis Caroll.
En í dag er í tísku fantasíubækur sem eiga sér stað í okkar veruleika, til dæmis Harry Potter eftir J.K. Rowling, Artemis Fowl eftir Eoin Colfer og Skelmir Gottskálks eftir Derek Landy.
En ein vinsælasta fantasíu bókaserían í dag er A Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin, en þessar bækur hlýða svipuðum lögmálum og við, til dæmis mörgæsir geta ekki flogið, hundar geta ekki talað, steinar fara ekki upp heldur niður, og svo framvegis. Þessar bækur sýna hve grimmúðlegur heimurinn er en ég er ekki hrifinn af þannig bókum. Ég þarf að heyra nóg um harðlífi fólks í raunveruleikanum, ég þarf ekki að heyra meira um það í skáldsögum, í guðanna bænum.
Fantasía var allstaðar eftir að J.R.R. Tolkien gaf út Lord of the Rings þríleikinn og eru þær ennþá í dag meðal vinsælustu fantasíu bækur í heiminum, en líka meðal vinsælustu bækur í heiminum almennt.
Fantasía er uppáhalds bókmenntagreinin mín vegna þess að höfundi bókarinnar er frjálst að skrifa hvað sem hann vill, án þess að hafa áhyggjur af því að hún sé óraunveruleg og þar með skapað skemmtilegan heim, fullan af alskonar furðuverum og fallegum umhverfum sem okkar veruleiki gæti aldrei búið til.