top of page

MORT

 

Mort er fantasíu bók eftir breska höfundinum Terry Pratchett, sem dó nýlega í mars þessa árs. Mort er fjórða bókin af fjörtíu og einni í Discworld bókaseríunni. Bækurnar eru nefndar eftir heiminum sem þær gerast, sem kallast Discworld. Discworld er kringlóttur, flatur heimur sem liggur á baki fjóra risastóra fíla, sem standa á baki enn stærri skjaldböku sem reikar um útgeiminn stefnulaust.

 

Mort fjallar um Mort, rauðhærðan, sextán ára fyrrum bóndadreng sem vinnur núna sem lærlingur Dauðans. Þegar hann er ekki með Dauðanum að læra að taka sálir hinna látnu, þá er honum skipað að hreinsa skítinn í hesthúsi Dauðans. Hann eyðir frítímanum sínum að spjalla við Ysabell, ættleiddu dóttur Dauðans og Albert, kokki Dauðans, eða hann fer til Discworld og eyðir frítímanum sínum þar. En einn daginn, þegar Mort er úti að safna sálum, bjargar hann lífi prinsessu sem átti að deyja. Þetta veldur miklum truflunum í tíma og rúmi og gæti þýtt heimsendir. En Mort reynir að finna leið til að gera þennan nýja, hliðstæða heim sem hann hefur skapað, að hinum raunverulega heim, án þess að allt fari úr böndunum og heimurinn verður minning ein í huga guðanna.

© 2023 by Coming Soon Launch. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Clean
  • Twitter Clean
  • Google+ Clean
bottom of page