

Artemis Fowl
Artemis Fowl er fyrsta bókin í Artemis Fowl bókaseríunni eftir írska höfundinn Eoin Colfer.
Artemis Fowl er aðalpersónan í bókinni, en hann er samt engin hetja. Ég held að það sé öruggast að segja að hann er aðalpersónan í bókinni, en aðal óþokkinn í sögunni. Artemis tilheyrir Fowl ættinni sem hafa öldum saman helgað sér glæpi, og Artemis er engin undantekning. Hann er jafn einstakur drengur og hann er einstakur glæpamaður. Hann er bráðgáfaður snillingur sem hefur afrekað mikið, þar á meðal sigrað heimsmeistara í skáki tvisvar. En mesta og ótrúlegasta afrekið hans er að stela álfagull og komast upp með það.
Heimurinn sem bókin gerist í er okkar heimur með leynilegar galdra siðmenningar fullar af áhugaverðum kynjaverum, til dæmis tröll, kentárar, dvergar og allskonar, fjölbreyttar álfategundir, eins og búálfar, hrekkálfar, grikkálfar og svartálfar.
En bókin er með fleiri áhugaverðar persónur heldur en kynjaverur. Hinn fyrrnefndi Artemis Fowl, glæpasnillingurinn ungi, Holly Short, álfakonan úrræðagóða, Julius Root, álfa lögreglustjórinn skapvondi, kentárinn Eykur, hrokafulli og sjálfumglaði tölvusérfræðingurinn Snykur Grafan, dvergurinn stelsjúki og síðast en ekki síst, uppáhalds persónan mín, Domovoi Butler, yfirþjónn og lífvörður Artemis, sem lítur út eins og risastór legsteinn með snjóskóflur fyrir hendur.